Innlent

Ritstjóri DV sáttur við eigendaskiptin

Reynir Traustason.
Reynir Traustason.

„Ég er mjög ánægður. Ég held að þetta sé mjög farsælt fyrir DV," segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur keypt blaðið ásamt Lilju Skaftadóttur, listverkasala. Að sögn Reynis eru um 20 einstaklingar sem koma að eignarhaldi DV, þar á meðal eru kráareigandi og prestur.

Lilja er heldur óþekkt þegar það kemur að fjölmiðlarekstri. Reyndar á hún hlut í vefritinu Smugan.is. Þá var hún á lista Borgarahreyfingarinnar til Alþingiskosningar á síðasta ári.

Reynir segist stefna að því að minnka eigin hlut í blaðinu en hann og Lilja eru stærstu fjárfestarnir í DV sem var áður í eigu Hreins Loftssonar, lögfræðings sem á útgáfufélagið Birting.

Ekki stendur til að fækka eða fjölga útgáfudögum DV enn sem komið er að sögn Reynis. Hann segir skýra kröfu að blaðið skili sér ekki í tapi og því verður ekki fjölgað útgáfudögum nema grundvöllur sé fyrir slíkt.

Eigendaskiptin á DV fara fram nú um mánaðamótin. Gerður hefur verið tímabundinn samningur við Birting um leigu húsnæðis og vissa stoðþjónustu.

„DV hefur gengið í gegnum allskonar vendinga en alltaf einhvernvegin lifað," segir Reynir en saga DV spannar hátt í hundrað ára sögu en Dagblaðið Vísir sameinuðust í DV árið 1981. Vísir var stofnað árið 1910 af Einari Gunnarssyni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.