Íslenski boltinn

Víkingur komst í úrslit Reykjavíkurmótsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tómas Joð fær hér að líta gula spjaldið síðasta sumar. Hann fékk rautt í kvöld.
Tómas Joð fær hér að líta gula spjaldið síðasta sumar. Hann fékk rautt í kvöld.

Það verða Víkingur og KR sem mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins þetta árið. Víkingur vann Fylki í undanúrslitum í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá sigurvegara.

Valur Fannar Gíslason kom Fylki yfir en Helgi Sigurðsson jafnaði fyrir Víking.

Albert Brynjar Ingason kom Fylki aftur yfir en Hjalti Már Hauksson jafnaði aftur í uppbótartíma.

Í vítaspyrnukeppninni reyndust taugar Víkinga sterkari og þeir því komnir í úrslitaleikinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×