Enski boltinn

Van Persie með gegn Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wenger og Van Persie.
Wenger og Van Persie.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að Robin Van Persie muni snúa aftur í liðið á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Hollendingurinn hefur ekki spilað á þessu ári eftir ökklameiðsli sem hann hlaut í vináttulandsleik.

Van Persie mun byrja á bekknum en Wenger segir að hann muni koma við sögu. „Honum skortir leikæfingu en ég vel ekki leikmenn í hópinn nema þeir séu tilbúnir í slaginn," sagði Wenger.

Síðan Van Persie meiddist hefur Arsenal skoraði að meðaltali 1,77 mark í leik en áður skoraði liðið 3,26 mörk að meðaltali. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimm leikir eru eftir.

Chelsea á leik gegn Bolton í kvöld svo Arsenal gæti verið sex stigum á eftir þeim þegar flautað verður til leiks á White Hart Lane annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×