Umfjöllun: Eyjamenn fóru glaðari frá borði í toppslagnum Elvar Geir Magnússon skrifar 16. ágúst 2010 14:18 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik og ÍBV skildu jöfn, 1-1, í toppslag Pepsi-deildar karla í Kópavogi í kvöld. Leikurinn var dramatískur og Blikar ansi nálægt því að ná sér í öll stigin í lokin. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hendi var dæmd á Alfreð Finnbogason. Skömmu eftir markið lögðust Eyjamenn í skotgrafirnar. Hernaðaráætlun Heimis Hallgrímssonar gekk prýðilega því Blikarnir náðu ekki að sýna sína frægu sóknartilburði. Þeim gekk bölvanlega að finna leiðina framhjá varnarmúr Eyjamanna. Í raun fengu Blikar sárafá teljandi færi í leiknum, mark þeirra kom eftir misskilning í vörn Eyjamanna. Alfreð Finnbogason slapp einn í gegn og kláraði vel. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram með öflugan varnarleik að leiðarljósi. Þeir voru greinilega sáttir við stigið sem þeir voru með í höndunum enda ljóst að með jafntefli héldu þeir toppsætinu. Sú varð svo niðurstaðan í lokin þó það hafi farið um marga áhorfendur í uppbótartímanum þegar fyrsta snertingin sveik Alfreð Finnbogason sem náði þó skoti á markið. Fyrirliðinn Andri Ólafsson var þá mættur til bjargar fyrir gestina og bjargaði hann á línu. Toppliðin skiptu því stigunum á milli sín. Blikar voru miklu mun meira með boltann og eru vafalítið svekktir með að hafa ekki náð að ógna meira. Eyjamenn voru öllu kátari í leikslok. Það ber að hrósa varnarleik Eyjamanna í leiknum enda ekki að ástæðulausu sem þeir hafa fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. Fyrir aftan vörnina var Albert markvörður traustur og fyrir framan hana vann Þórarinn Ingi mikilvæga vinnu. 3.180 áhorfendur mættu á leikinn og er það met á Kópavogsvelli. Breiðablik -ÍBV 1-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (víti 21.) 1-1 Alfreð Finnbogason (65.) Áhorfendur: 3.180 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 12-6 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Albert 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-5Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Haukur Baldvinsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (46. Guðmundur Pétursson 5) Alfreð Finnbogason 7ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson 8 James Hurst 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 (90. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8* - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 6 Tony Mawejje 5 Eyþór Helgi Birgisson 4 (57. Danien Warlem 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Breiðablik og ÍBV skildu jöfn, 1-1, í toppslag Pepsi-deildar karla í Kópavogi í kvöld. Leikurinn var dramatískur og Blikar ansi nálægt því að ná sér í öll stigin í lokin. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hendi var dæmd á Alfreð Finnbogason. Skömmu eftir markið lögðust Eyjamenn í skotgrafirnar. Hernaðaráætlun Heimis Hallgrímssonar gekk prýðilega því Blikarnir náðu ekki að sýna sína frægu sóknartilburði. Þeim gekk bölvanlega að finna leiðina framhjá varnarmúr Eyjamanna. Í raun fengu Blikar sárafá teljandi færi í leiknum, mark þeirra kom eftir misskilning í vörn Eyjamanna. Alfreð Finnbogason slapp einn í gegn og kláraði vel. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram með öflugan varnarleik að leiðarljósi. Þeir voru greinilega sáttir við stigið sem þeir voru með í höndunum enda ljóst að með jafntefli héldu þeir toppsætinu. Sú varð svo niðurstaðan í lokin þó það hafi farið um marga áhorfendur í uppbótartímanum þegar fyrsta snertingin sveik Alfreð Finnbogason sem náði þó skoti á markið. Fyrirliðinn Andri Ólafsson var þá mættur til bjargar fyrir gestina og bjargaði hann á línu. Toppliðin skiptu því stigunum á milli sín. Blikar voru miklu mun meira með boltann og eru vafalítið svekktir með að hafa ekki náð að ógna meira. Eyjamenn voru öllu kátari í leikslok. Það ber að hrósa varnarleik Eyjamanna í leiknum enda ekki að ástæðulausu sem þeir hafa fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. Fyrir aftan vörnina var Albert markvörður traustur og fyrir framan hana vann Þórarinn Ingi mikilvæga vinnu. 3.180 áhorfendur mættu á leikinn og er það met á Kópavogsvelli. Breiðablik -ÍBV 1-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (víti 21.) 1-1 Alfreð Finnbogason (65.) Áhorfendur: 3.180 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 12-6 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Albert 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-5Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Haukur Baldvinsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (46. Guðmundur Pétursson 5) Alfreð Finnbogason 7ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson 8 James Hurst 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 (90. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8* - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 6 Tony Mawejje 5 Eyþór Helgi Birgisson 4 (57. Danien Warlem 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira