Umfjöllun: Eyjamenn fóru glaðari frá borði í toppslagnum Elvar Geir Magnússon skrifar 16. ágúst 2010 14:18 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik og ÍBV skildu jöfn, 1-1, í toppslag Pepsi-deildar karla í Kópavogi í kvöld. Leikurinn var dramatískur og Blikar ansi nálægt því að ná sér í öll stigin í lokin. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hendi var dæmd á Alfreð Finnbogason. Skömmu eftir markið lögðust Eyjamenn í skotgrafirnar. Hernaðaráætlun Heimis Hallgrímssonar gekk prýðilega því Blikarnir náðu ekki að sýna sína frægu sóknartilburði. Þeim gekk bölvanlega að finna leiðina framhjá varnarmúr Eyjamanna. Í raun fengu Blikar sárafá teljandi færi í leiknum, mark þeirra kom eftir misskilning í vörn Eyjamanna. Alfreð Finnbogason slapp einn í gegn og kláraði vel. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram með öflugan varnarleik að leiðarljósi. Þeir voru greinilega sáttir við stigið sem þeir voru með í höndunum enda ljóst að með jafntefli héldu þeir toppsætinu. Sú varð svo niðurstaðan í lokin þó það hafi farið um marga áhorfendur í uppbótartímanum þegar fyrsta snertingin sveik Alfreð Finnbogason sem náði þó skoti á markið. Fyrirliðinn Andri Ólafsson var þá mættur til bjargar fyrir gestina og bjargaði hann á línu. Toppliðin skiptu því stigunum á milli sín. Blikar voru miklu mun meira með boltann og eru vafalítið svekktir með að hafa ekki náð að ógna meira. Eyjamenn voru öllu kátari í leikslok. Það ber að hrósa varnarleik Eyjamanna í leiknum enda ekki að ástæðulausu sem þeir hafa fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. Fyrir aftan vörnina var Albert markvörður traustur og fyrir framan hana vann Þórarinn Ingi mikilvæga vinnu. 3.180 áhorfendur mættu á leikinn og er það met á Kópavogsvelli. Breiðablik -ÍBV 1-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (víti 21.) 1-1 Alfreð Finnbogason (65.) Áhorfendur: 3.180 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 12-6 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Albert 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-5Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Haukur Baldvinsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (46. Guðmundur Pétursson 5) Alfreð Finnbogason 7ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson 8 James Hurst 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 (90. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8* - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 6 Tony Mawejje 5 Eyþór Helgi Birgisson 4 (57. Danien Warlem 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Breiðablik og ÍBV skildu jöfn, 1-1, í toppslag Pepsi-deildar karla í Kópavogi í kvöld. Leikurinn var dramatískur og Blikar ansi nálægt því að ná sér í öll stigin í lokin. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hendi var dæmd á Alfreð Finnbogason. Skömmu eftir markið lögðust Eyjamenn í skotgrafirnar. Hernaðaráætlun Heimis Hallgrímssonar gekk prýðilega því Blikarnir náðu ekki að sýna sína frægu sóknartilburði. Þeim gekk bölvanlega að finna leiðina framhjá varnarmúr Eyjamanna. Í raun fengu Blikar sárafá teljandi færi í leiknum, mark þeirra kom eftir misskilning í vörn Eyjamanna. Alfreð Finnbogason slapp einn í gegn og kláraði vel. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram með öflugan varnarleik að leiðarljósi. Þeir voru greinilega sáttir við stigið sem þeir voru með í höndunum enda ljóst að með jafntefli héldu þeir toppsætinu. Sú varð svo niðurstaðan í lokin þó það hafi farið um marga áhorfendur í uppbótartímanum þegar fyrsta snertingin sveik Alfreð Finnbogason sem náði þó skoti á markið. Fyrirliðinn Andri Ólafsson var þá mættur til bjargar fyrir gestina og bjargaði hann á línu. Toppliðin skiptu því stigunum á milli sín. Blikar voru miklu mun meira með boltann og eru vafalítið svekktir með að hafa ekki náð að ógna meira. Eyjamenn voru öllu kátari í leikslok. Það ber að hrósa varnarleik Eyjamanna í leiknum enda ekki að ástæðulausu sem þeir hafa fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. Fyrir aftan vörnina var Albert markvörður traustur og fyrir framan hana vann Þórarinn Ingi mikilvæga vinnu. 3.180 áhorfendur mættu á leikinn og er það met á Kópavogsvelli. Breiðablik -ÍBV 1-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (víti 21.) 1-1 Alfreð Finnbogason (65.) Áhorfendur: 3.180 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 12-6 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Albert 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-5Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Haukur Baldvinsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (46. Guðmundur Pétursson 5) Alfreð Finnbogason 7ÍBV 4-3-3: Albert Sævarsson 8 James Hurst 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 (90. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8* - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 6 Tony Mawejje 5 Eyþór Helgi Birgisson 4 (57. Danien Warlem 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Breiðablik - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira