Íslenski boltinn

Heimir um stórleikinn í kvöld: Snýst um úr hverju menn eru gerðir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson segir að það þurfi ekkert að kveikja í mönnum fyrir stórleikinn gegn Blikum í kvöld. Liðin verma tvö efstu sæti Pepsi-deildarinnar.

"Við förum óhræddir inn í þennan leik. Eins og einhver sagði þá á þetta að vera auðveldasti leikurinn á tímabilinu, það þarf ekkert að mótivera menn fyrir leikinn og við förum pressuausir inn í hann."

"Sama hver útkoman verður þá erum við alltaf í fínum málum eftir leikinn," sagði Heimir sem vill ekki meina að um úrslitaleik sé að ræða.

"Nei en ef við vinnum erum við komnir í geysilega góða stöðu. Þetta snýst um úr hverju menn eru gerðir. Ef menn eru tilbúnir kemur það í ljós í kvöld."

Hann sagði einnig að standið á liðinu væri frábært, allir væru klárir í slaginn. ÍBV er tveimur stigum á undan Blikum og geta því náð fimm stiga forystu þegar fimm umferðir verða eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×