Halldór Orri: Bjuggumst ekki við því að Óli myndi skora svona mörg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 21:56 Halldór Orri Björnsson. Mynd/Anton „Þetta gerist varla betra," sagði Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson eftir 5-0 sigur á Haukum í kvöld. Halldór Orri kom Stjörnunni í 2-0 og bauð í kjölfarið upp á sund- og róðrarfagn en Stjörnumenn áttu engin fögn á lager fyrir þrjú síðustu mörkin sín í leiknum. „Við vorum ekki alveg nógu undirbúnir því við bjuggumst ekki við því að skora fimm mörk á útivelli. Við gerum ekki þessi mistök aftur og mætum með fleiri fögn tilbúin í næsta leik," sagði Halldór Orri sem var góður í leiknum. „Það er glæislegt að vera komnir upp í fjórða sætið en við ætluðum að losa okkur algjörlega við þennan fallpakka og reyna að klóra eins hátt upp í töflunni og við getum. Ég veit ekki hvort við eigum möguleika á Evrópusætinu því efstu þrjú liðin eru töluvert langt á undan okkur. Við tökum bara einn leik fyrir í einu og það er gott að vera kominn á sigurbraut," sagði Halldór Orri. „Þetta var mikil barátta í byrjun en svo náðum við að fá víti og fengum síðan miklu hættulegri færi. Það var virkilega gott að vera 2-0 yfir í hálfleik og svo fannst mér vendipunktur leiksins vera þegar Bjarni náði að verja víti og við skorum síðan þriðja markið skömmu seinna. Eftir það var þetta aldrei spurning" sagði Halldór Orri. Hann var ánægður með Ólaf Karl Finsen sem skoraði þrennu á síðasta hálftímanum í leiknum. „Þetta var virkilega flott fyrir Óla og góður leikur fyrir hann. Við bjuggumst ekki alveg við því að Óli myndi skora svona mörg mörk og vorum ekki tilbúnir með fögn fyrir strákinn. Hann verður að eyða meiri tíma með okkur inn í klefa og koma með einhverjar góðar hugmyndir," sagði Halldór Orri í léttum tón. Stjarnan vann nú sinn annan grasleik á tímabilinu og eru greinilega allir að koma til á útivöllum. „Það er búið að vera að segja það síðustu tvö ár að við getum ekkert á útivöllum. Það er skiljanlegt því árangurinn á útivelli er ekkibúinn að vera neitt sérstakur. Við erum aðeins að stíga upp á útivöllum núna," sagði Halldór Orri. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
„Þetta gerist varla betra," sagði Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson eftir 5-0 sigur á Haukum í kvöld. Halldór Orri kom Stjörnunni í 2-0 og bauð í kjölfarið upp á sund- og róðrarfagn en Stjörnumenn áttu engin fögn á lager fyrir þrjú síðustu mörkin sín í leiknum. „Við vorum ekki alveg nógu undirbúnir því við bjuggumst ekki við því að skora fimm mörk á útivelli. Við gerum ekki þessi mistök aftur og mætum með fleiri fögn tilbúin í næsta leik," sagði Halldór Orri sem var góður í leiknum. „Það er glæislegt að vera komnir upp í fjórða sætið en við ætluðum að losa okkur algjörlega við þennan fallpakka og reyna að klóra eins hátt upp í töflunni og við getum. Ég veit ekki hvort við eigum möguleika á Evrópusætinu því efstu þrjú liðin eru töluvert langt á undan okkur. Við tökum bara einn leik fyrir í einu og það er gott að vera kominn á sigurbraut," sagði Halldór Orri. „Þetta var mikil barátta í byrjun en svo náðum við að fá víti og fengum síðan miklu hættulegri færi. Það var virkilega gott að vera 2-0 yfir í hálfleik og svo fannst mér vendipunktur leiksins vera þegar Bjarni náði að verja víti og við skorum síðan þriðja markið skömmu seinna. Eftir það var þetta aldrei spurning" sagði Halldór Orri. Hann var ánægður með Ólaf Karl Finsen sem skoraði þrennu á síðasta hálftímanum í leiknum. „Þetta var virkilega flott fyrir Óla og góður leikur fyrir hann. Við bjuggumst ekki alveg við því að Óli myndi skora svona mörg mörk og vorum ekki tilbúnir með fögn fyrir strákinn. Hann verður að eyða meiri tíma með okkur inn í klefa og koma með einhverjar góðar hugmyndir," sagði Halldór Orri í léttum tón. Stjarnan vann nú sinn annan grasleik á tímabilinu og eru greinilega allir að koma til á útivöllum. „Það er búið að vera að segja það síðustu tvö ár að við getum ekkert á útivöllum. Það er skiljanlegt því árangurinn á útivelli er ekkibúinn að vera neitt sérstakur. Við erum aðeins að stíga upp á útivöllum núna," sagði Halldór Orri.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira