Innlent

Gagnrýna hækkun gjaldskrá Seltjarnarness harðlega

Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýnir harkalega vinnubrögð við hækkun gjaldskrár bæjarfélagsins. Þeir segja hækkunin hafa í mörgum tilfellum leitt til 40-50% hækkunargjalda vegna dagvistunar barna á Seltjarnarnesi og halda því fram a leikskólagjöld séu nú allt að 266% hærri en í Reykjavík.

Á sama tíma er þjónusta við börn með þörf á stuðningi vegna þroskafrávika minnkuð til mikilla muna.

Svo segir orðrétt í ályktun þeirra:

Hækkunin var ekki kynnt bæjarbúum né starfsfólki fyrirfram og var tilkynnt með mjög skömmum fyrirvara sem gerði foreldrum ómögulegt að breyta vistunartíma barna sinna til að draga úr áhrifum hækkunarinnar.

Samfylkingin á Seltjarnarnesi átelur þá forgangsröðun að leggja lang þyngstar byrðar á ungar fjölskyldur í stað þess að allir bæjarbúar leggi sitt að mörkum eftir tekjum og fjárhag. Sjá má í fjárhagsáætlun Seltjarnarness að ,,henni sé forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni."

Það er vandséð hvernig núverandi gjaldskrárhækkun sé með þarfir barna og ungmenna í huga. Þessi forgangsröðun er einnig á skjön við fagrar yfirlýsingar Sjálfstæðismanna um að vilja laða ungt fólk í bæinn og frekar til þess fallin að flæma það burt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×