Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur: Það kemur enginn hingað og tekur stig

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
„Ég er mjög ánægður með þetta. Frábært að vinna fyrsta heimaleikinn og við ætlum að gera þetta að gryfju í sumar. Það kemur enginn hingað og tekur stig, það er alveg á hreinu," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur Fylkis gegn Stjörnunni í annari umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Ásgeir var ánægður með stemninguna á vellinum en hann segir að ekki hefði verið hægt að hugsa sér betri dag fyrir fyrsta heimaleikinn.

„Það var klassastemning, frábært veður og bara allt gott í dag. Við vorum fastir fyrir og erum með hörkulið. Erum með góða leikmenn fram á við og ef við leggjum grunninn rétt þá kemur restin sjálfkrafa. En við tökum bara einn leik í einu og reynum að vinna þetta þannig," sagði Ásgeir í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×