Íslenski boltinn

Andri: Þetta var vinnusigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var hæstánægður með 2-0 sinna manna á Stjörnunni í Garðabænum í dag.

ÍBV er þar með komið á topp Pepsi-deildar karla, um stundarsakir að minnsta kosti.

„Við erum bara með gott lið," sagði Andri eftir leikinn. „Mér fannst við þó liggja of aftarlega eftir fyrra markið og við vorum nánast allan leikinn að verja 1-0 forystu. Þeir náðu að skapa sér nokkur færi í fyrri hálfleik en það var ekki mikið meira en það."

„Ég er því mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta var einn mesti vinnusigur hjá okkur í sumar. Hann var þó nokkuð dýr þar sem við fengum mikið af gulum spjöldum. Það eru of margir leikmenn hjá okkur komnir á þrjú spjöld í sumar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×