Íslenski boltinn

Selfoss fyrsta liðið á fyrsta ári til að vinna á KR-vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingólfur Þórarinsson skoraði fyrra mark Selfoss í gær.
Ingólfur Þórarinsson skoraði fyrra mark Selfoss í gær.
Selfyssingar unnu sögulegan sigur á KR-ingum á KR-vellinum í gær. Þeir urðu þar með fyrsta liðið á sínu fyrsta ári í efstu deild sem nær að vinna sinn fyrsta leik í Frostaskjólinu. KR-ingar tóku völlinn í notkun 1984 og síðan þá höfðu tíu félög komist upp í efstu deild í fyrsta sinn.

Fylkismenn (1989) og Víðismenn (1985) voru einu liðin á sínu fyrsta ári í efstu deild sem höfðu fengið eitthvað út úr heimsókn sinni í Vesturbæinn. Bæði liðin náðu jafntefli í þessum fyrsta leik sínum í efstu deild á KR-vellinum.

Síðan að Fylkismenn náðu 2-2 jafntefli 5. júní 1989 höfðu sex síðustu lið á fyrsta ári í efstu deild tapað sínum fyrsta leik á KR-vellinum þar af hafði fjórum af sex ekki tekist að skora í sínum leik.

Leikir liða á KR-vellinum á fyrsta ári sínu í efstu deild:

Selfoss 2010 2-1 sigur

Fjölnir 2008 0-2 tap

HK 2007 2-3 tap

ÍR 1998 0-3 tap

Skallagrímur 1997 0-4 tap

Grindavík 1995 1-2 tap

Stjarnan 1990 0-1 tap

Fylkir 1989 2-2 jafntefli

Leiftur 1988 1-2 tap

Völsungur 1987 0-2 tap

Víðir 1985 1-1 jafntefli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×