Innlent

Sjálfstæðir Evrópumenn halda stofnfund á morgun

Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn verður stofnað á morgun, föstudaginn 12. febrúar klukkan 16:30  í Þjóðmenningarhúsinu. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum.

Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðils Íslands að Evrópusambandinu, að því er segir í tilkynningu.

Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×