Enski boltinn

Grétar Rafn skaut í slána í vítakeppni en Bolton vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. Mynd/AFP
Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton Wanderers fóru taplausir í gegnum fjóra leiki sína í æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Bolton vann síðasta leikinn á móti Toronto FC í vítakeppni í nótt.

Grétar Rafn Steinsson kom inn á hálfleik í leiknum á móti Toronto FC og átti góðan skalla eftir aðeins fimm mínútna veru inn á vellinum. Leikurinn endaði 1-1 og fór því í vítakeppni.

Grétar Rafn skaut í slánna í fyrstu spyrnu Bolton en þeir Stuart Holden, Robbie Blake, O'Brian White, Sean Davis, Nicholas Lindsay og Gary Cahill skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan að Jussi Jaaskelainen varði tvær spyrnur Kanadamannanna.

Bolton hafði áður unnið 3-0 sigur á Charlotte Eagles, 2-0 sigur á Charleston Battery og 2-0 sigur á Bamber Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×