Innlent

Árni Páll: Styrkja þarf stöðu skuldara

Mynd/Anton Brink
Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að skapa aðstæður svo fólk geti losnað undan skuldsetningu sem það ræður ekki við og bankarnir taki á sig tjónið en ekki ríkissjóður. Styrkja þurfi stöðu skuldaranna gagnvart bönkunum og frumvarp þess efnis sé í vinnslu.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar skuldavanda heimilanna. Hann telur mikilvægt að

„Við sköpum aðstæður til þess að fólk losni undan skuldsetningu sem það ræður ekki við með einföldum og skilvirkum hætti. Þó bankarnir taki á sig tjónið af því, en ekki að ríkið þurfi að bera það tjón,"

„Aðalatriðið í þessu er að við sköpum þær aðstæður að fólk hafi samningsstöðu gagnvart bönkunum sínum," segir ráðherrann.

Einfalda og styrkja þurfi greiðsluaðlögunarúrræði fyrir skuldara svo þeir geti greitt úr sínum málum með auðveldari hætti.

„Ég held það sé miklu hollari kostur fyrir okkur að auðvelda fólki að komast undan skuldunum. Við erum að endurskoða núna greiðsluaðlögunarfyrirkomulagið og auðvelda fólki leiðina þar í gegn."

Árni Páll á von á því að frumvarp um breytingar á greiðsluaðlögun verði samþykkt á Alþingi í kringum næstum mánaðarmót. „Markmiðið með slíkum lagabreytingum á að mínu viti að vera að styrkja möguleika fólks til að komast undan óviðráðanlegri skuldabyrði og þar með auka spilin sem að skuldarinn hefur á hendi í samningum við bankann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×