Erlent

N-Kórea: Elsti sonurinn vill ekki erfðaveldi

Kim Jong-Un, væntanlegur leiðtogi Norður Kóreu er til vinstri á myndinni. Elsti sonurinn er hinsvegar hvergi sjáanlegur.
Kim Jong-Un, væntanlegur leiðtogi Norður Kóreu er til vinstri á myndinni. Elsti sonurinn er hinsvegar hvergi sjáanlegur.

Elsti sonur Kim Jong-Il leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong-nam, segist vera mótfallinn því að litli bróðir hans taki við stjórnartaumunum í landinu eins og allt útlit er nú fyrir.

Kim Jong-nam segir það ekki eðlilegt í kommúnistaríki að völdin færist frá föður til sonar eins og um konungsríki væri að ræða, en Kim Jong il tók við stjórnartaununum af föður sínum, Kim Il Sung.

Álit elsta sonarins skiptir þó væntanlega litlu máli en hann er sagður hafa fallið í ónáð hjá föður sínum eftir að japönsk yfirvöld vísuðu honum úr landi fyrir að ferðast á fölsuðu vegabréfi. Sagan segir að hann hafi ferðast til Japan til þess að komast í skemmtigarðinn Disneyland í Tókíó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×