Þriðjungur lækna í sérnámi segist ekki koma heim aftur 15. janúar 2010 06:00 Meðal þess sem er gagnrýnt er að vaktakerfi unglækna hefur verið breytt umtalsvert. Læknarnir á myndinni tengjast efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. fréttablaðið/e.ól Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir áratug eða tveim ætluðu allir íslenskir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 læknar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði eingöngu eftir eldri læknar sem komast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýstar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórnenda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir áratug eða tveim ætluðu allir íslenskir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 læknar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði eingöngu eftir eldri læknar sem komast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýstar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórnenda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira