Enski boltinn

Vuvuzela lúðrar bannaðir á White Hart Lane

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jimmy Jump blæs ekki í Vuvuzela lúður á White Hart Lane á næsta tímabili.
Jimmy Jump blæs ekki í Vuvuzela lúður á White Hart Lane á næsta tímabili. GettyImages
Tottenham hefur sett bann á Vuvuzela lúðrana á White Hart Lane. Félagið er það fyrsta í ensku úrvalsdeildinni sem tekur upp bannið sem nokkur önnur lið í Evrópu hafa einnig sett á. Hljóðfærið varð frægt á HM í Suður-Afríku en gerði margan manninn vitlausan af hávaðanum. Tottenham sagðist vera hrætt við hávaðann vegna þess að hann gæti hreinlega verið skaðlegur fólki. "Við erum stolt af andrúmsloftinu á leikvangnum okkar," sagði einnig í yfirlýsingu frá félaginu sem vill ekki að lúðrarnir yfirgnæfi heimamenn í söngvum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×