Íslenski boltinn

Tómas Joð: Ég gerði mig sekan um alvarleg mistök

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tómas Joð Þorsteinsson.
Tómas Joð Þorsteinsson.

Formaður knattspyrnudeildar Fylkis og leikmaður félagsins, Tómas Joð Þorsteinsson, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvísunar Tómasar í leik gegn KR í gær.

Tómas fékk þá tvö gul spjöld í beit og þar með rautt. Eftir að hafa fengið brottvísunina ýtti hann við dómara leiksins, Örvari Sæ Gíslasyni.

Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:

Yfirlýsing frá Tómasi J.Þorsteinssyni leikmanni meistaraflokks Fylkis:

,,Vegna atviks sem átti sér stað undir lok leiks Fylkis og KR í Pepsi deildinni í gærkvöldi, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég gerði mig sekan um alvarleg mistök í hita leiksins, þegar ég stjakaði við dómaranum Örvari Sæ Gíslasyni, eftir að hann gaf mér rautt spjald. Ég vil biðja Örvar afsökunar á þessari framkomu minni, sem og alla þá sem voru á vellinum í gær. Svona hegðun á ekki að sjást á fótboltavelli og mér þykir mjög miður að þetta skuli hafa gerst.''

Háttvísidagar FIFA og UEFA 2010 eru framundan og eru gullnu reglur FIFA góð og þörf áminning til allra sem að leiknum koma. Ekki er vanþörf á að halda þá hátíðlega ár hvert.

Knattspyrnudeild Fylkis harmar framkomu leikmannsins og biður dómara leiksins jafnframt afsökunar á framferði hans.

Virðingarfyllst

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Fylkis

Kjartan Daníelsson formaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×