Erlent

Átta Bandaríkjamenn fórust í bílslysi í Egyptalandi

Rútan var verulega illa farin eftir áreksturinn.
Rútan var verulega illa farin eftir áreksturinn.

Átta Bandaríkjamenn, sex konur og tveir karlmenn, létust og 21 slösuðust í hörðum árekstri í Egyptalandi í dag. Bandaríkjamennirnir voru farþegar í rútu sem ók á vörubíl með sandhlassi á pallnum.

Alls voru 37 farþegar í rútunni sem var ein af þremur rútum með bandarískum ferðalöngum sem voru á leiðinni til Aswan þar sem þau hugðust skoða musterið Abu Simbel nærri Nasser ánni.

Það var myrkur þegar áreksturinn átti sér stað. Hinir slösuðu voru fluttir á bandaríska herstöð í Egyptalandi til aðhlynningar.

Alls farast um átta þúsund manns í bílslysum í Egyptalandi ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×