Enski boltinn

Liverpool kaupir efnilegasta leikmann Skotlands

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Wilson er hér til vinstri.
Wilson er hér til vinstri. AFP
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á hinum efnilega miðverði Danny Wilson. Hann kemur til liðsins frá Rangers í Skotlandi.

Wilson var valinn besti ungi leikmaður ársins eftir síðasta tímabil. Hann spilaði 24 leiki fyrir liðið og þótti standa sig frábærlega en hann er aðeins 18 ára gamall.

Kaupverðið á Wilson eru tvær milljónir punda sem getur þó hækkað upp í fimm. Það fer eftir fjölda leikja sem hann spilar og árangri sem Liverpool nær.

Orðrómur er uppi að Sotirios Kyrgiakos sé á leið frá Liverpool aftur til Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×