Norska ríkisstjórnin hefur breytt um afstöðu varðandi stöðu Íslands í Icesave málinu.
Norðmenn ætla því að beita sér fyrir því að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnar Íslands fari fram þrátt fyrir að Icesave deilan leysist ekki. Þetta sagði Lars Egeland, talsmaður Sósíalíska vinstriflokksins, í samtali við ABC fréttastofuna í gær.
Þar til nú hafa Norðmenn staðið fastir á því að samþykkt Icesave samningsins væri skilyrði fyrir lánum frá Noregi.
Norðmenn hafa breytt um stefnu í Icesave
Jón Hákon Halldórsson skrifar
