Innlent

Sagði yfirmann sennilega leiðinlegasta mann í heimi

Maðurinn fer hörðum orðum um fyrrum vinnustað sinn.
Maðurinn fer hörðum orðum um fyrrum vinnustað sinn.

Ríkissaksóknari hefur ákært Odd Eystein Friðriksson, fyrrum starfsmann Sláturfélags Suððurlands fyrir ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir í garð Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélagsins. Skrifin á Oddur Eysteinn að hafa birt nafnlaust á vefsíðu sem aðgengileg var almenningi.

Þar sagði meðal annars að Steinþór sé „sennilega leiðinlegasti maður í heimi - frá upphafi!", „húmorslaus", hann sitji „stjarfur í horninu sínu, blýantslaus, …og fyrir luktum dyrum!, Alls staðar sé kvartað undan Steinþóri eða „forstjórafíflinu" eins og hann sé almennt kallaður innan veggja félagsins. Bændur líki honum við Edward John Smith, skipstjóra Titanic…"

Enn fremur er fyrrum starfsmaðurinn ákærður fyrir að skrifa að Sláturfélagið sé sökkvandi skip enda hafi þjónusta verið hræðileg í allt sumar og mikið um vöruvantanir, þar ríki fullkomið stjórnleysi þar sem áður ríkti óstjórn. Allur kostnaður sé úr böndunum, vörur fáist ekki í búðum vegna aðgerða kaupmanna og klúðurs í framleiðslunni, sem sé komin í algert lágmark og algert ráðaleysi virðist vera á sölunni. Innanhússdeilur séu alveg að fara með fyrirtækið. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×