Innlent

Dorrit er sextug í dag

Dorrit Moussaieff forsetafrú er sextug í dag, 12. janúar. Hún fæddist árið 1950 í Jerúsalem en foreldrar hennar Alisa og Shlomo eru frægir skartgripasalar. Þá segir á heimasíðu forsetaembættisins að faðir hennar sé á meðal fremstu forngripasafnara heims en hann sérhæfir sig í minjum sem tengjast Gamla testamentinu.

Dorrit trúlofaðist Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands árið 2000 og giftu þau sig á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí 2003.

Ung flutti Dorrit til London og samkvæmt síðu embættisins sótti hún ekki venjulega skóla sökum lesblindu og naut þess í stað heimakennslu. Dorrit fetaði í fótspor foreldra sinna og fékkst við skartgripaviðskipti auk annara viðskipta. Hún hefur einnig verið greinahöfundur í breskum tímaritum og tekið drjúgan þátt í menningarlífinu í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

„Dorrit hefur á undanförnum árum einkum beitt sér fyrir því að kynna íslenska menningu og listir á alþjóðavettvangi, koma ungu íslensku listafólki á framfæri og leggja lið velferðarmálum barna og unglinga, einkum þeirra sem eiga við fötlun og geðræn vandamál að stríða," segir ennfremur á heimasíðu embættisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×