Erlent

Fjölmenn minningarathöfn

Frá Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag.
Frá Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag. Mynd/AP
Meira en 100 þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn í höfuðborginni Varsjá í dag um þá sem fórust í flugslysinu í Rússlandi fyrir viku. Pólverjar minntust forseta síns, eiginkonu hans og þeirra sem fórust með í slysinu sem varð nærri Smolensk í vesturhluta Rússlands. Þúsundir landsmanna stóðu kyrr á götum úti til að votta hinum látnu virðingu sína.

Rannsókn stendur enn yfir á flugslysinu en erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkin en 96 létust í slysinu. Flestir þeirra voru hátt settir í pólska stjórnkerfinu eða í hernum.

Útför forsetahjónanna fer fram fram í Kraká á morgun. Þjóðhöfðingjar allt að 80 ríkja verða viðstaddir athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×