Enski boltinn

Redknapp stressaður yfir Woodgate og King

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Harry Redknapp viðurkennir að vera stressaður yfir heilsu varnarmanna sinna Ledley King og Jonathan Woodgate fyrir nýja tímabilið. Skal engan undra.

Woodgate lék aðeins þrjá deildarleiki á síðasta tímabili og King meiddist á HM en hann æfir nánast ekkert og spilar bara leiki.

"Jonathan er ekki klár fyrir tímabilið. Hann getur ekki æft eða sparkað í bolta," segir Redknapp.

"Ledley er kominn aftur en hnéð er ekki gott og hann er einnig meiddur í nára."

Redknapp sagði að hann vildi fá 2-3 leikmenn til liðsins sem hefðu reynslu úr úrvalsdeildinni og gaf í skyn að þeir myndu jafnvel koma frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×