Bóndakona í Skagafirði sá líka dularfulla ljósið Valur Grettisson skrifar 10. nóvember 2010 20:30 „Ég sá þessi ljós í gærkvöldi," segir bóndakona á fimmtugsaldri sem Vísir ræddi við fyrr í dag en hún segist hafa séð sömu ljós og Finnur Andrésson myndaði í Árbænum í gærkvöldi. Bóndakonan var í bíl í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi þegar hún segist hafa séð ljósið tvívegis. „Ég sá bara blikk og svo aftur blikk," segir bóndakonan sem var með eiginmanni sínum að keyra heim á leið. „Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað endurvarp frá bílrúðunni sjálfri þannig ég lagði höndina á rúðuna, þá sá ég blikkið aftur," segir konan sem segir ljósið hafa verið með hinu undarlegasta móti. Aðspurð hvort hún væri viss um að þetta væru ekki ljós úr flugvél sagði konan að hún væri fullviss. „Það er mikil flugumferð hér yfir og maður sér ljósin vel í myrkrinu. Ég þekki muninn á framljósum flugvéla, vængljósum og ljósunum á búknum - þetta var ekki í líkingu við það enda sennilega tífalt stærra ljós eins og ég sá það," segir bóndakonan sem bætir við að hún hafi meira að það segja einu sinni séð gervihnött brenna upp í andrúmsloftinu: „Það var mikil upplifun. Þá kom grænt langt ljós og úr varð talsvert sjónarspil. Þetta var ekki neitt í líkingu við það," segir hún. Bóndakonan segist ekki hafa velt ljósinu fyrir sér fyrr en hún sá myndband Finns á Vísi. „Þá sá ég að þetta voru svipuð ljós. Hinsvegar virðist ljósið vera blátt á myndbandinu en ljósið sem ég sá var hvítt," segir bóndakonan skagfirska sem segir ljósið þó hafa hagað sér með svipuðum hætti þar sem hún sá það. Hún segir ljósið hafa verið í suðvestri og því virtist það vera yfir hálendinu. „Ég tek samt fram að ég hef enga trú á því að þetta hafi verið fljúgandi furðuhlutur. Sennilega er þetta eitthvað fyrirbrigði sem var að fara í gegnum gufuhvolfið," segir bóndakonan sem er fullviss um að það megi finna eðlilegar skýringar á ljósinu þó sýnin hafi vissulega verið furðuleg. Bóndakonan vildi ekki koma fram undir nafni, „ég get það ekki, þá myndu nágrannarnir ekki hætta að gera grín að mér á næsta þorrablóti," segir hún hlæjandi. Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr hafi farið með rangt mál þegar borgarstjórinn kallaði sig geimveru. 10. nóvember 2010 14:32 Vill útskýringar á dularfulla ljósinu "Ég er sannfærður um að við séum ekki ein í heiminum," segir ungur Reykvíkingur sem náði myndum af dularfullu ljósi yfir Árbænum í gærkvöldi. Hugsanlega fyrsta sönnunin um heimsókn, úr öðrum heimi. 10. nóvember 2010 19:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég sá þessi ljós í gærkvöldi," segir bóndakona á fimmtugsaldri sem Vísir ræddi við fyrr í dag en hún segist hafa séð sömu ljós og Finnur Andrésson myndaði í Árbænum í gærkvöldi. Bóndakonan var í bíl í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi þegar hún segist hafa séð ljósið tvívegis. „Ég sá bara blikk og svo aftur blikk," segir bóndakonan sem var með eiginmanni sínum að keyra heim á leið. „Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað endurvarp frá bílrúðunni sjálfri þannig ég lagði höndina á rúðuna, þá sá ég blikkið aftur," segir konan sem segir ljósið hafa verið með hinu undarlegasta móti. Aðspurð hvort hún væri viss um að þetta væru ekki ljós úr flugvél sagði konan að hún væri fullviss. „Það er mikil flugumferð hér yfir og maður sér ljósin vel í myrkrinu. Ég þekki muninn á framljósum flugvéla, vængljósum og ljósunum á búknum - þetta var ekki í líkingu við það enda sennilega tífalt stærra ljós eins og ég sá það," segir bóndakonan sem bætir við að hún hafi meira að það segja einu sinni séð gervihnött brenna upp í andrúmsloftinu: „Það var mikil upplifun. Þá kom grænt langt ljós og úr varð talsvert sjónarspil. Þetta var ekki neitt í líkingu við það," segir hún. Bóndakonan segist ekki hafa velt ljósinu fyrir sér fyrr en hún sá myndband Finns á Vísi. „Þá sá ég að þetta voru svipuð ljós. Hinsvegar virðist ljósið vera blátt á myndbandinu en ljósið sem ég sá var hvítt," segir bóndakonan skagfirska sem segir ljósið þó hafa hagað sér með svipuðum hætti þar sem hún sá það. Hún segir ljósið hafa verið í suðvestri og því virtist það vera yfir hálendinu. „Ég tek samt fram að ég hef enga trú á því að þetta hafi verið fljúgandi furðuhlutur. Sennilega er þetta eitthvað fyrirbrigði sem var að fara í gegnum gufuhvolfið," segir bóndakonan sem er fullviss um að það megi finna eðlilegar skýringar á ljósinu þó sýnin hafi vissulega verið furðuleg. Bóndakonan vildi ekki koma fram undir nafni, „ég get það ekki, þá myndu nágrannarnir ekki hætta að gera grín að mér á næsta þorrablóti," segir hún hlæjandi.
Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr hafi farið með rangt mál þegar borgarstjórinn kallaði sig geimveru. 10. nóvember 2010 14:32 Vill útskýringar á dularfulla ljósinu "Ég er sannfærður um að við séum ekki ein í heiminum," segir ungur Reykvíkingur sem náði myndum af dularfullu ljósi yfir Árbænum í gærkvöldi. Hugsanlega fyrsta sönnunin um heimsókn, úr öðrum heimi. 10. nóvember 2010 19:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01
Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13
Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr hafi farið með rangt mál þegar borgarstjórinn kallaði sig geimveru. 10. nóvember 2010 14:32
Vill útskýringar á dularfulla ljósinu "Ég er sannfærður um að við séum ekki ein í heiminum," segir ungur Reykvíkingur sem náði myndum af dularfullu ljósi yfir Árbænum í gærkvöldi. Hugsanlega fyrsta sönnunin um heimsókn, úr öðrum heimi. 10. nóvember 2010 19:00