Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera 10. nóvember 2010 14:32 Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr fari með rangt mál þegar borgarstjórinn kallar sig geimveru. Hann segist kannast við fjölmörg svipuð dæmi og nokkur hér á landi. „Það eru til svona „tif - UFO", sem blikka svona og hendast til og frá. „Þetta hefur greinilega svoleiðis einkenni og slíkt er mjög þekkt fyrirbæri." Magnús segist hafa heyrt fjölmargar sögur af svipuðum fyrirbærum hér á landi. „Einu sinni var par á ferð norður í Aðaldal og þau sáu ljós sem tifaði svona, nákvæmlega eins og ég sé á þessu myndbandi. Ég hef líka heyrt af svipuðum atburði á Suðurnesjunum," segir Magnús. Ítarleg rannsókn leiðir í ljós að Gnarr er ekki Geimvera Magnús hefur nú fyrir hönd félagsins sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. - Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags. f.h. Geimverufélagsins, Magnús H. Skarphéðinsson formaður. Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr fari með rangt mál þegar borgarstjórinn kallar sig geimveru. Hann segist kannast við fjölmörg svipuð dæmi og nokkur hér á landi. „Það eru til svona „tif - UFO", sem blikka svona og hendast til og frá. „Þetta hefur greinilega svoleiðis einkenni og slíkt er mjög þekkt fyrirbæri." Magnús segist hafa heyrt fjölmargar sögur af svipuðum fyrirbærum hér á landi. „Einu sinni var par á ferð norður í Aðaldal og þau sáu ljós sem tifaði svona, nákvæmlega eins og ég sé á þessu myndbandi. Ég hef líka heyrt af svipuðum atburði á Suðurnesjunum," segir Magnús. Ítarleg rannsókn leiðir í ljós að Gnarr er ekki Geimvera Magnús hefur nú fyrir hönd félagsins sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. - Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags. f.h. Geimverufélagsins, Magnús H. Skarphéðinsson formaður.
Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01
Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13