Litlir fjárfestar geta illa leitað réttar síns 25. febrúar 2010 05:30 Á fundi Samtaka fjárfesta. Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir situr hér við hlið Þórarins V. Þórarinssonar lögmanns, en sá síðarnefndi flutti eitt þriggja erinda á morgunverðarfundi Samtaka fjárfesta í gær. Fréttablaðið/GVA „Eftir að stjórn hlutafélags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrirtækja hafi farið offari í nokkrum tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Icelandair.“ Guðni flutti erindi sem Samtök fjárfesta boðuðu til í gær til að ræða dómsmál sem gengið hafa að undanförnu. Hann sótti skaðabótamál Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis á hendur Glitni vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar, fyrrum forstjóra. Málið tapaðist í Hæstarétti. Einnig flutti erindi Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður sem sótti annað mál sem Vilhjálmur höfðaði á hendur Straumi-Burðarási, vegna sölu hlutabréfa á undirverði. Það tapaðist einnig. Guðni og Þórarinn voru sammála um að skerpa þyrfti á ákvæðum hlutafélagalaga sem snúa að réttindum smærri hluthafa, en einstakir hluthafar geti á afar takmarkaðan hátt sótt rétt sinn fyrir dómi telji þeir brotið á sér af stjórn hlutafélags. Hlutafélögin geta hins vegar sjálf sótt mál. Benti Þórarinn á að í lögum um hlutafélög væri farvegur fyrir minnihluta hlutafjáreigenda til að sækja mál fyrir hönd félagsins. Til þarf handhafa 10 prósenta hlutafjár hið minnsta og sækja þeir málið á eigin kostnað og ábyrgð. Báðir töldu lögmennirnir koma til greina að breyta hlutafélagalögum í þá veru að lægra hlutfall hlutafjáreigenda þurfi til að höfða mál. Á fundinum fjallaði Grímur Sigurðsson lögmaður jafnframt um málarekstur vegna viðskipta með stofnbréf og hlutabréf í Spron. Hann segir að í þeim málum endurspeglist þörfin til að skýra til muna ákvæði hlutafjárlaga um hvenær ákvæði innherja taki gildi. Um það hafi stjórn Spron í raun haft sjálfdæmi eftir yfirlýsingu um að breyta ætti sparisjóðnum í hlutafélag. Auðveldara væri að rekja viðskipti með stofnfjárhluti ef það tímabil hefði hafist strax í stað þess að beðið væri staðfestingar fundar stofnfjáreigenda. Aukinheldur furðaði Grímur sig á hversu treglega gengi að fá skilanefnd Spron til að afhenda gögn sem hann þó hefði talið að nefndin þyrfti til að sinna hlutverki sínu. Skilanefndin þyrfti á sömu gögnum að halda og hann hafi farið fram á til að eiga möguleika á að kanna hvort hægt sé að rifta fyrri fjármálagjörningum. olikr@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
„Eftir að stjórn hlutafélags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrirtækja hafi farið offari í nokkrum tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Icelandair.“ Guðni flutti erindi sem Samtök fjárfesta boðuðu til í gær til að ræða dómsmál sem gengið hafa að undanförnu. Hann sótti skaðabótamál Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis á hendur Glitni vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar, fyrrum forstjóra. Málið tapaðist í Hæstarétti. Einnig flutti erindi Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður sem sótti annað mál sem Vilhjálmur höfðaði á hendur Straumi-Burðarási, vegna sölu hlutabréfa á undirverði. Það tapaðist einnig. Guðni og Þórarinn voru sammála um að skerpa þyrfti á ákvæðum hlutafélagalaga sem snúa að réttindum smærri hluthafa, en einstakir hluthafar geti á afar takmarkaðan hátt sótt rétt sinn fyrir dómi telji þeir brotið á sér af stjórn hlutafélags. Hlutafélögin geta hins vegar sjálf sótt mál. Benti Þórarinn á að í lögum um hlutafélög væri farvegur fyrir minnihluta hlutafjáreigenda til að sækja mál fyrir hönd félagsins. Til þarf handhafa 10 prósenta hlutafjár hið minnsta og sækja þeir málið á eigin kostnað og ábyrgð. Báðir töldu lögmennirnir koma til greina að breyta hlutafélagalögum í þá veru að lægra hlutfall hlutafjáreigenda þurfi til að höfða mál. Á fundinum fjallaði Grímur Sigurðsson lögmaður jafnframt um málarekstur vegna viðskipta með stofnbréf og hlutabréf í Spron. Hann segir að í þeim málum endurspeglist þörfin til að skýra til muna ákvæði hlutafjárlaga um hvenær ákvæði innherja taki gildi. Um það hafi stjórn Spron í raun haft sjálfdæmi eftir yfirlýsingu um að breyta ætti sparisjóðnum í hlutafélag. Auðveldara væri að rekja viðskipti með stofnfjárhluti ef það tímabil hefði hafist strax í stað þess að beðið væri staðfestingar fundar stofnfjáreigenda. Aukinheldur furðaði Grímur sig á hversu treglega gengi að fá skilanefnd Spron til að afhenda gögn sem hann þó hefði talið að nefndin þyrfti til að sinna hlutverki sínu. Skilanefndin þyrfti á sömu gögnum að halda og hann hafi farið fram á til að eiga möguleika á að kanna hvort hægt sé að rifta fyrri fjármálagjörningum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira