Íslenski boltinn

Daníel: Heimir Guðjónsson peppaði okkur upp

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Anton
Daníel Einarsson var frábær í sigri Hauka á Blikum í kvöld. Hann segir biðina hafa verið langa eftir fyrsta sigrinum en ánægja Hauka leyndi sér ekki.

"Þetta var hrikalega löng bið, ég efast um að nokkur hafi beðið svona lengi eftir fyrsta sigrinum. Þetta er frábær tilfinning," sagði Daníel.

"Við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem við héldum boltanum vel og sóluðum okkur bara í gegn. Við lágum of mikið til baka í seinni hálfleik og náðum ekki upp jafn góðu spili. En við héldum hreinu og þá dugar að skora tvö."

"Blikarnir voru með eitthvað vanmat, það hlýtur að vera. Mér fannst þeir ekki eiga séns," sagði varnarmaðurinn um leið og hann hrósaði Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH. Hann hafði spáð Blikum 6 eða 7-0 sigri á Haukum.

"Heimir peppaði okkur þannig upp og tókst sennilega ætlunarverk sitt," sagði Daníel en FH-ingar eru nú komnir í bullandi toppbaráttu.

"Við erum sáttir með sigurinn en það er ekki hægt að búast við neinum kraftaverkum úr þessu, við tökum bara einn leik í einu," sagði Daníel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×