Ólafur Örn: Það er virkilega gaman að vera kominn aftur

"Það er virkilega gaman að vera kominn aftur," söng Ólafur Örn Bjarnason með örlítlum norskum hreim og norskum töktum, eftir 2-3 sigur Grindavíkur í kvöld. "Ég hefði viljað að liðið væri í betri stöðu en við verðum bara að halda áfram," sagði þjálfarinn sem stýrði sínum fyrsta leik af hliðarlínunni í kvöld. "Leikurinn í dag var skref fram á við en við erum enn á sama stað," sagði Ólafur sem langaði til að spila. "Já, sérstaklega í upphituninni!" sagði hann og hló við. "En strákarnir leystu þetta vel. Ég braut aðeins upp hugarfar leikmanna og gerði áherslubreytingar á vörninni. Það tekur tíma að slípa þetta en það er vonandi að næstu vikur verði jákvæðar hjá okkur." "Stefnan er tekin fram á við, liðið er ekki dottið úr einu né neinu," sagði þjálfarinn.
Tengdar fréttir

Grindvíkingar án þriggja lykilmanna í fyrsta leik Ólafs Arnar
Grindvíkingar verða án þriggja mjög sterkra leikmanna í fyrsta leik Ólafs Arnar Bjarnason sem þjálfara liðsins en Grindvíkinga sækja Blika heima á Kópavogsvöllinni í 7. umferð Pepsi-deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Blikum refsað - Fyrstu stig Grindvíkinga í hús
Ólafur Örn Bjarnason byrjar vel með Grindavík. Hann stýrði sínum fyrsta leik af hliðarlínunni í kvöld í 2-3 sigri á Blikum. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í sumar og fyrstu stigin sem liðið fær.

Ólafur Kristjánsson: Sanngjörn úrslit
"Mér fannst þetta sanngjörn úrslit," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika eftir 2-3 tapið gegn Grindvíkingum í kvöld.