Innlent

Nokkuð af makríl í afla síldveiðiskipanna

Nokkuð af makríl er í afla síldveiðiskipanna,sem byrjuð eru veiðar úr Norsk- íslenska síldarstofninum fyrir austan land.

Sjómenn telja það lofa góðu um að makríllinn verði góð búbót við síldina í sumar, en Evrópusambandið, Noregur og Rússland viðurkenna ekki rétt Íslendinga til veiða úr stofninum, þótt hann leiti í æ ríkara mæli inn í íslenksa lögsögu, ár frá ári.

Makríllinn þykir góður matfiskur og er gjarnan reyktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×