Umfjöllun: Meistararnir komnir á beinu brautina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2010 15:28 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1. Fyrri hálfleikur var ótrúlega fjörugur. Bæði lið þurftu sárlega þrjú stig og sóttu af miklum krafti. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og það var hreinlega með ólíkindum að hvorugu liðinu skildi takast að skora fyrir hlé. Það var aftur á móti skammt liðið af síðari hálfleik er Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH með laglegu skoti í teignum. FH var með tökin á leiknum í kjölfarið og lítið að gerast hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum fengu síðan aukaspyrnu á hættulegum stað er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Óskar Örn skoraði laglega úr spyrnunni og hleypti leiknum upp. KR fór í 4-3-3 í kjölfarið og tók öll völd á vellinum. FH-ingar voru slegnir við mark KR en KR-ingar fengu mikinn kraft. Þeir hófu að sækja og virtust líklegir til þess að klára dæmið. Þá tók Moldsked upp á því að gefa leikinn. Hann fór út úr markinu í mikið skógarhlaup. Í staðinn fyrir að kasta sér með hendurnar á boltann þá fór hann með fæturnar á undan sér, var of seinn og víti dæmt. Gjörsamlega glórulausir tilburðir hjá Norðmanninum sem var fram að þessu atviki búinn að eiga sinn langbesta leik í sumar og verja á stundum vel. Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítinu. Kjaftshögg fyrir KR. Gestirnir tefldu djarft í kjölfarið en FH refsaði er Hjörtur Logi kom FH í 3-1. Björgólfur klóraði í bakkann en það mark kom of seint. FH vann sanngjarnan sigur en KR fór afar illa að ráði sínu eftir að hafa náð frekar óvænt tökum á leiknum. KR-ingar eru í vondum málum og þar er mikið að. Markvarðakaupin á Moldsked voru mistök og KR ætti að spara sér peninginn með því að senda hann strax heim aftur. Þeim peningum er ekki vel varið. Logi Ólafsson þarf síðan að fara að viðurkenna að 4-4-2 uppstillingin hentar þessu KR-liði engan veginn. Hún er engan veginn að virka og hann getur ekki þrjóskast við mikið lengur. Hann getur ekki bara falið sig á bak við slakan varnarleik liðsins. FH-liðið er að sama skapi á mikilli uppleið og það eru vond tíðindi fyrir hin liðin í deildinni. Leikur liðsins verður betri með hverjum leiknum og liðið gæti hæglega komist á mikla siglingu núna. Atli Guðnason var frábær í kvöld og sóknarleikur FH afar beittur. Ef Atli Viðar hefði nýtt þau færi sem hann gerir venjulega þá hefði FH unnið örugglega í kvöld. Varnarleikurinn var þó vafasamur á löngum köflum og það þarf Heimir þjálfari að skoða. FH-KR 3-2 1-0 Matthías Vilhjálmsson (51.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (68.) 2-1 Tommy Nielsen, víti (77.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (84.) 3-2 Björgólfur Takefusa (86.) Áhorfendur: 2.238Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7. Skot (á mark): 16-12 (8-5)Varin skot: Gunnleifur 3 – Lars 5Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 9-11Rangstöður: 3-2 FH (4-3-3)Gunnleifur Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðmundur Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 7Atli Guðnason 8 - MLÓlafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torger Motland -) KR (4-4-2)Lars Ivan Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (69., Viktor Bjarki Arnarsson 5) Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Eggert Rafn Einarsson 5 (82., Gunnar Kristjánsson -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnbogason 3 (69., Gunnar Örn Jónsson 5) Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: FH - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1. Fyrri hálfleikur var ótrúlega fjörugur. Bæði lið þurftu sárlega þrjú stig og sóttu af miklum krafti. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og það var hreinlega með ólíkindum að hvorugu liðinu skildi takast að skora fyrir hlé. Það var aftur á móti skammt liðið af síðari hálfleik er Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH með laglegu skoti í teignum. FH var með tökin á leiknum í kjölfarið og lítið að gerast hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum fengu síðan aukaspyrnu á hættulegum stað er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Óskar Örn skoraði laglega úr spyrnunni og hleypti leiknum upp. KR fór í 4-3-3 í kjölfarið og tók öll völd á vellinum. FH-ingar voru slegnir við mark KR en KR-ingar fengu mikinn kraft. Þeir hófu að sækja og virtust líklegir til þess að klára dæmið. Þá tók Moldsked upp á því að gefa leikinn. Hann fór út úr markinu í mikið skógarhlaup. Í staðinn fyrir að kasta sér með hendurnar á boltann þá fór hann með fæturnar á undan sér, var of seinn og víti dæmt. Gjörsamlega glórulausir tilburðir hjá Norðmanninum sem var fram að þessu atviki búinn að eiga sinn langbesta leik í sumar og verja á stundum vel. Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítinu. Kjaftshögg fyrir KR. Gestirnir tefldu djarft í kjölfarið en FH refsaði er Hjörtur Logi kom FH í 3-1. Björgólfur klóraði í bakkann en það mark kom of seint. FH vann sanngjarnan sigur en KR fór afar illa að ráði sínu eftir að hafa náð frekar óvænt tökum á leiknum. KR-ingar eru í vondum málum og þar er mikið að. Markvarðakaupin á Moldsked voru mistök og KR ætti að spara sér peninginn með því að senda hann strax heim aftur. Þeim peningum er ekki vel varið. Logi Ólafsson þarf síðan að fara að viðurkenna að 4-4-2 uppstillingin hentar þessu KR-liði engan veginn. Hún er engan veginn að virka og hann getur ekki þrjóskast við mikið lengur. Hann getur ekki bara falið sig á bak við slakan varnarleik liðsins. FH-liðið er að sama skapi á mikilli uppleið og það eru vond tíðindi fyrir hin liðin í deildinni. Leikur liðsins verður betri með hverjum leiknum og liðið gæti hæglega komist á mikla siglingu núna. Atli Guðnason var frábær í kvöld og sóknarleikur FH afar beittur. Ef Atli Viðar hefði nýtt þau færi sem hann gerir venjulega þá hefði FH unnið örugglega í kvöld. Varnarleikurinn var þó vafasamur á löngum köflum og það þarf Heimir þjálfari að skoða. FH-KR 3-2 1-0 Matthías Vilhjálmsson (51.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (68.) 2-1 Tommy Nielsen, víti (77.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (84.) 3-2 Björgólfur Takefusa (86.) Áhorfendur: 2.238Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7. Skot (á mark): 16-12 (8-5)Varin skot: Gunnleifur 3 – Lars 5Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 9-11Rangstöður: 3-2 FH (4-3-3)Gunnleifur Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðmundur Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 7Atli Guðnason 8 - MLÓlafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torger Motland -) KR (4-4-2)Lars Ivan Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (69., Viktor Bjarki Arnarsson 5) Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Eggert Rafn Einarsson 5 (82., Gunnar Kristjánsson -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnbogason 3 (69., Gunnar Örn Jónsson 5) Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: FH - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira