Umfjöllun: Meistararnir komnir á beinu brautina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2010 15:28 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1. Fyrri hálfleikur var ótrúlega fjörugur. Bæði lið þurftu sárlega þrjú stig og sóttu af miklum krafti. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og það var hreinlega með ólíkindum að hvorugu liðinu skildi takast að skora fyrir hlé. Það var aftur á móti skammt liðið af síðari hálfleik er Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH með laglegu skoti í teignum. FH var með tökin á leiknum í kjölfarið og lítið að gerast hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum fengu síðan aukaspyrnu á hættulegum stað er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Óskar Örn skoraði laglega úr spyrnunni og hleypti leiknum upp. KR fór í 4-3-3 í kjölfarið og tók öll völd á vellinum. FH-ingar voru slegnir við mark KR en KR-ingar fengu mikinn kraft. Þeir hófu að sækja og virtust líklegir til þess að klára dæmið. Þá tók Moldsked upp á því að gefa leikinn. Hann fór út úr markinu í mikið skógarhlaup. Í staðinn fyrir að kasta sér með hendurnar á boltann þá fór hann með fæturnar á undan sér, var of seinn og víti dæmt. Gjörsamlega glórulausir tilburðir hjá Norðmanninum sem var fram að þessu atviki búinn að eiga sinn langbesta leik í sumar og verja á stundum vel. Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítinu. Kjaftshögg fyrir KR. Gestirnir tefldu djarft í kjölfarið en FH refsaði er Hjörtur Logi kom FH í 3-1. Björgólfur klóraði í bakkann en það mark kom of seint. FH vann sanngjarnan sigur en KR fór afar illa að ráði sínu eftir að hafa náð frekar óvænt tökum á leiknum. KR-ingar eru í vondum málum og þar er mikið að. Markvarðakaupin á Moldsked voru mistök og KR ætti að spara sér peninginn með því að senda hann strax heim aftur. Þeim peningum er ekki vel varið. Logi Ólafsson þarf síðan að fara að viðurkenna að 4-4-2 uppstillingin hentar þessu KR-liði engan veginn. Hún er engan veginn að virka og hann getur ekki þrjóskast við mikið lengur. Hann getur ekki bara falið sig á bak við slakan varnarleik liðsins. FH-liðið er að sama skapi á mikilli uppleið og það eru vond tíðindi fyrir hin liðin í deildinni. Leikur liðsins verður betri með hverjum leiknum og liðið gæti hæglega komist á mikla siglingu núna. Atli Guðnason var frábær í kvöld og sóknarleikur FH afar beittur. Ef Atli Viðar hefði nýtt þau færi sem hann gerir venjulega þá hefði FH unnið örugglega í kvöld. Varnarleikurinn var þó vafasamur á löngum köflum og það þarf Heimir þjálfari að skoða. FH-KR 3-2 1-0 Matthías Vilhjálmsson (51.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (68.) 2-1 Tommy Nielsen, víti (77.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (84.) 3-2 Björgólfur Takefusa (86.) Áhorfendur: 2.238Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7. Skot (á mark): 16-12 (8-5)Varin skot: Gunnleifur 3 – Lars 5Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 9-11Rangstöður: 3-2 FH (4-3-3)Gunnleifur Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðmundur Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 7Atli Guðnason 8 - MLÓlafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torger Motland -) KR (4-4-2)Lars Ivan Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (69., Viktor Bjarki Arnarsson 5) Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Eggert Rafn Einarsson 5 (82., Gunnar Kristjánsson -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnbogason 3 (69., Gunnar Örn Jónsson 5) Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: FH - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1. Fyrri hálfleikur var ótrúlega fjörugur. Bæði lið þurftu sárlega þrjú stig og sóttu af miklum krafti. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og það var hreinlega með ólíkindum að hvorugu liðinu skildi takast að skora fyrir hlé. Það var aftur á móti skammt liðið af síðari hálfleik er Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH með laglegu skoti í teignum. FH var með tökin á leiknum í kjölfarið og lítið að gerast hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum fengu síðan aukaspyrnu á hættulegum stað er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Óskar Örn skoraði laglega úr spyrnunni og hleypti leiknum upp. KR fór í 4-3-3 í kjölfarið og tók öll völd á vellinum. FH-ingar voru slegnir við mark KR en KR-ingar fengu mikinn kraft. Þeir hófu að sækja og virtust líklegir til þess að klára dæmið. Þá tók Moldsked upp á því að gefa leikinn. Hann fór út úr markinu í mikið skógarhlaup. Í staðinn fyrir að kasta sér með hendurnar á boltann þá fór hann með fæturnar á undan sér, var of seinn og víti dæmt. Gjörsamlega glórulausir tilburðir hjá Norðmanninum sem var fram að þessu atviki búinn að eiga sinn langbesta leik í sumar og verja á stundum vel. Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítinu. Kjaftshögg fyrir KR. Gestirnir tefldu djarft í kjölfarið en FH refsaði er Hjörtur Logi kom FH í 3-1. Björgólfur klóraði í bakkann en það mark kom of seint. FH vann sanngjarnan sigur en KR fór afar illa að ráði sínu eftir að hafa náð frekar óvænt tökum á leiknum. KR-ingar eru í vondum málum og þar er mikið að. Markvarðakaupin á Moldsked voru mistök og KR ætti að spara sér peninginn með því að senda hann strax heim aftur. Þeim peningum er ekki vel varið. Logi Ólafsson þarf síðan að fara að viðurkenna að 4-4-2 uppstillingin hentar þessu KR-liði engan veginn. Hún er engan veginn að virka og hann getur ekki þrjóskast við mikið lengur. Hann getur ekki bara falið sig á bak við slakan varnarleik liðsins. FH-liðið er að sama skapi á mikilli uppleið og það eru vond tíðindi fyrir hin liðin í deildinni. Leikur liðsins verður betri með hverjum leiknum og liðið gæti hæglega komist á mikla siglingu núna. Atli Guðnason var frábær í kvöld og sóknarleikur FH afar beittur. Ef Atli Viðar hefði nýtt þau færi sem hann gerir venjulega þá hefði FH unnið örugglega í kvöld. Varnarleikurinn var þó vafasamur á löngum köflum og það þarf Heimir þjálfari að skoða. FH-KR 3-2 1-0 Matthías Vilhjálmsson (51.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (68.) 2-1 Tommy Nielsen, víti (77.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (84.) 3-2 Björgólfur Takefusa (86.) Áhorfendur: 2.238Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7. Skot (á mark): 16-12 (8-5)Varin skot: Gunnleifur 3 – Lars 5Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 9-11Rangstöður: 3-2 FH (4-3-3)Gunnleifur Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðmundur Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 7Atli Guðnason 8 - MLÓlafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torger Motland -) KR (4-4-2)Lars Ivan Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (69., Viktor Bjarki Arnarsson 5) Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Eggert Rafn Einarsson 5 (82., Gunnar Kristjánsson -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnbogason 3 (69., Gunnar Örn Jónsson 5) Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: FH - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira