Innlent

Meintir fíkniefnasalar ákærðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómsalur. Mynd/ Hari.
Dómsalur. Mynd/ Hari.
Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir vörslu á hassi, amfetamíni og maríhúana sem ætlað var til sölu.

Mennirnir voru gripnir með efnin þann 21. júlí í fyrra á bifreiðaplani á Selfossi. Samtals voru þeir með um 30 grömm af fíkniefnum með sér.

Þá er þriðji karlmaðurinn, sem er 21 árs, ákærður fyrir að hafa ekið mönnunum tveimur frá Reykjavík til Selfoss vitandi að þeir hygðust selja fíkniefnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×