Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hefur falið stjórn SAF að ítreka fyrri ályktanir aðalfunda um skaðsemi hvalveiða.
Veiðar í nálægð hvalaskoðunarsvæða eru fordæmdar og skorar aðalfundur SAF á stjórnvöld að stækka til muna griðasvæði hvala samkvæmt tillögum Hvalaskoðunarsamtakana og SAF sem lögð var fram á síðasta ári samkvæmt ályktun fundarins.
Þar segir ennfremur að hrefnuveiðar eru stundaðar í mikilli nálægð við hvalaskoðunarsvæðin.
Veiðar á hrefnu á eða í nálægð við hvalaskoðunarsvæðin hafa bein neikvæð áhrif á hvalaskoðun sem í dag er ein vinsælasta grein íslenskrar ferðaþjónustu segir svo að lokum.