Enski boltinn

Martin Jol verður áfram hjá Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Jol.
Martin Jol. Mynd/AFP
Martin Jol hefur tekið U-beygju á elleftu stundu og verður því ekki næsti stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham. Jol ætlar að vera áfram hjá Ajax þar sem hann gerði þriggja ára samning í maílok 2009.

Allir enskir fjölmiðlar mátu stöðunni þannig að það væri aðeins dagaspursmál hvenær Martin Jol gengi frá samning sínum við Fulham sem er að leita sér að eftirmanni Roy Hodgson.

Forráðamenn Ajax náðu hinsvegar að sannfæra Jol um að halda áfram með liðið en hann var um tíma óánægður með stefnu félagsins að láta alltaf sína bestu leikmenn fara.

„Fulham hafði mikinn áhuga á að fá mig en ég verð áfram hjá Ajax," sagði Martin Jol í viðtali hjá hollenska blaðinu De Telegraaf. BBC heldur því hinsvegar fram að Fulham lifi enn í voninni um að fá Jol til sín en það gangi illa að fá Ajax í viðræður.

Fulham gæti því verið komið aftur á byrjunarreit í stjóraleit sinni og það styttist óðum í að nýtta keppnistímabil hefst. Fulham-liðið er nú í æfingaferð í Svíþjóð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×