Jarðskjálftamælanet verið byggt upp á tuttugu árum 4. maí 2010 04:00 Þessi skýringarmynd Veðurstofunnar sýnir jarðskjálftavirkni hérlendis vel. Mælakerfið gefur mikilvægar upplýsingar um hreyfingar jarðskorpunnar. mynd/veðurstofan Samstarf við erlendar stofnanir tryggir að íslenskir vísindamenn hafa aðgang að öllum bestu gögnum til rannsókna vegna jarðhræringa eins og eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að jafnan sé keypt töluvert magn gagna, enda annast jarðvísindadeildin vöktun á fjölmörgum náttúrufyrirbærum á Íslandi. Á það við um skorpu og möttul jarðar, eldstöðvar, jarðhitasvæði, jökla og straumvötn auk rannsókna á setlögum á landi og í sjó, gróðurfari og jarðvegseyðingu. Jarðvísindastofnun er alþjóðleg rannsóknastofnun á sviði jarðvísinda og í góðum tengslum við norrænar systurstofnanir. Sífellt er unnið að eflingu annarra alþjóðlegra tengsla. Á tímum eldsumbrota segir Ingibjörg að alþjóðleg tengsl séu sérstaklega mikilvæg. „Þegar eitthvað svona kemur upp á njótum við góðs af tengingum okkar við útlönd og til okkar er miðlað mikið af upplýsingum. Það á ekki síst við um fjarkönnunargögn. Þessi gögn eru fjölbreytt og geta sagt ólíka sögu. Það verður því sífellt að bera saman gögn og reyna að nýta það besta úr þeim öllum." Auk fjarkönnunargagna, eins og til dæmis ljós-, hita- og ratsjármyndir, eru nýttar upplýsingar frá staðsetningartækjum (GPS-kerfi), þenslu- og jarðskjálftamælum. Þar stendur íslenska vísindasamfélagið mjög vel en eins og þekkt er hefur Veðurstofan komið upp neti jarðskjálftamæla á undanförnum árum. Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftamælanet stofnunarinnar hafi verið byggt markvisst upp frá árinu 1989 og GPS-kerfið frá 1999. Einnig er kerfi þenslumæla frá árinu 1979. Alls losa mælarnir hundraðið og Veðurstofan hefur verið í samstarfi við erlendar systurstofnanir og sjálfstæðar rannsóknastofnanir við uppsetningu þeirra. Steinunn tekur fram að auðvitað mætti bæta kerfin enn. Jarðskjálftamæla mætti að ósekju setja upp á annesjum til að kerfið nái til landsins í heild. „Eins væri gott að fá fleiri þenslumæla því þeir hafa til dæmis gefið okkur upplýsingar sem gerðu það kleift að spá Heklugosi með hálftíma fyrirvara. Við hefðum þegið að hafa slíka mæla við jöklana á Suðurlandi núna." svavar@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samstarf við erlendar stofnanir tryggir að íslenskir vísindamenn hafa aðgang að öllum bestu gögnum til rannsókna vegna jarðhræringa eins og eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að jafnan sé keypt töluvert magn gagna, enda annast jarðvísindadeildin vöktun á fjölmörgum náttúrufyrirbærum á Íslandi. Á það við um skorpu og möttul jarðar, eldstöðvar, jarðhitasvæði, jökla og straumvötn auk rannsókna á setlögum á landi og í sjó, gróðurfari og jarðvegseyðingu. Jarðvísindastofnun er alþjóðleg rannsóknastofnun á sviði jarðvísinda og í góðum tengslum við norrænar systurstofnanir. Sífellt er unnið að eflingu annarra alþjóðlegra tengsla. Á tímum eldsumbrota segir Ingibjörg að alþjóðleg tengsl séu sérstaklega mikilvæg. „Þegar eitthvað svona kemur upp á njótum við góðs af tengingum okkar við útlönd og til okkar er miðlað mikið af upplýsingum. Það á ekki síst við um fjarkönnunargögn. Þessi gögn eru fjölbreytt og geta sagt ólíka sögu. Það verður því sífellt að bera saman gögn og reyna að nýta það besta úr þeim öllum." Auk fjarkönnunargagna, eins og til dæmis ljós-, hita- og ratsjármyndir, eru nýttar upplýsingar frá staðsetningartækjum (GPS-kerfi), þenslu- og jarðskjálftamælum. Þar stendur íslenska vísindasamfélagið mjög vel en eins og þekkt er hefur Veðurstofan komið upp neti jarðskjálftamæla á undanförnum árum. Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftamælanet stofnunarinnar hafi verið byggt markvisst upp frá árinu 1989 og GPS-kerfið frá 1999. Einnig er kerfi þenslumæla frá árinu 1979. Alls losa mælarnir hundraðið og Veðurstofan hefur verið í samstarfi við erlendar systurstofnanir og sjálfstæðar rannsóknastofnanir við uppsetningu þeirra. Steinunn tekur fram að auðvitað mætti bæta kerfin enn. Jarðskjálftamæla mætti að ósekju setja upp á annesjum til að kerfið nái til landsins í heild. „Eins væri gott að fá fleiri þenslumæla því þeir hafa til dæmis gefið okkur upplýsingar sem gerðu það kleift að spá Heklugosi með hálftíma fyrirvara. Við hefðum þegið að hafa slíka mæla við jöklana á Suðurlandi núna." svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent