Íslenski boltinn

Guðmundur skoraði gegn sínu fyrrum félagi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Pétursson.
Guðmundur Pétursson.

Guðmundur Pétursson tryggði Breiðabliki sigur á ÍR í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. Hann skoraði eina mark leiksins en Guðmundur er alinn upp hjá ÍR.

KR, Keflavík og Breiðablik eru öll á toppi riðils-3 með 15 stig hvert. KR á hinsvegar leik inni.

Þrír leikir verða í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Valur og Víkingur mætast klukkan 19 í Egilshöll, Stjarnan og Njarðvík leika í Garðabæ klukkan 19 og Fylkir mætir Fjarðabyggð í Egilshöll klukkan 21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×