Enski boltinn

Búist við að Manchester United bjóði Vidic 17 milljónir í vikulaun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic fórnar sér fyrir sitt lið.
Nemanja Vidic fórnar sér fyrir sitt lið. Mynd/Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, leggur mikla áherslu á að félagið haldi serbneska miðverðinum Nemanja Vidic í sínum röðum áfram en umboðsmaður leikmannsins hefur talað um að Vidic gæti verið á leið til Ítalíu eða Spánar.

Nemanja Vidic er 28 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við United sem er frá árinu 2006. Vidic er með 70 þúsund pund í vikulaun eða um 13,2 milljónir íslenskra króna.

Guardian skrifar um það í dag að búist sé við því að Manchester United bjóði Nemanja Vidic 90 þúsund pund í vikulaun framlengi hann samninginn sinn en það gera um 17 milljónir íslenskra króna á viku.

Vidic myndi þá verða einn af launahæstu leikmönnum liðsins en sá launahæsti verður Wayne Rooney eftir að hann skrifar undir nýjan samning sem færir honum 130 þúsund pund í laun á viku eða 24,6 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×