Enski boltinn

Ashley vildi fresta skilnaðinum fram yfir HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Nýjasta uppástunga Ashley Cole féll heldur betur í grýttan jarðveg hjá eiginkonunni, Cheryl. Ashley vildi að hún hætti að hugsa um að klára skilnaðinn fyrr en HM væri búið.

Cheryl á að hafa orðið æf er Ashley stakk upp á þessu um helgina. Hún vill skilja við leikmanninn og það helst í gær.

Heimildarmaður The Sun segir að Ashley hafi áttað sig á hversu heimskuleg tillagan var um leið og hann var búinn að missa setninguna út úr sér.

Þetta var samt í annað sinn sem hann minnist á málið. Í fyrra skiptið gerði hann það í gegnum sms að því er segir í The Sun í dag.

Cole er annars kominn aftur til Englands eftir þrjár vikur í endurhæfingu í Frakklandi. Er heim var komið var honum skipað að pakka niður og koma sér út úr húsi þeirra hjóna.

Hann ku búa í lítilli íbúð í London núna og sást til hans á rúntinum í Bentleyinum sínum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×