Einkaferð Jóhönnu til Brussel 4. febrúar 2010 10:56 Mynd/Anton Brink Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vildu vita hvert fundarefnið væri og þá gagnrýndi Vigdís að Jóhanna ætli ekki að ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum með Barroso. Guðlaugur benti á að í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar væri talað um opinbera stjórnsýslu og í því ljósi spurði hann Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, út í þá leynd sem hvílt hafi yfir ferð Jóhönnu til Brussel. „Eins og fram hefur komið þá er heimsókn forsætisráðherra skilgreind sem einkaheimsókn. Hún fer til þess að ræða við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um ýmis brýn mál sem varða samskipti sambandsins og Íslands," sagði Össur. Guðlaugur sagði að ef málið hafi verið óljóst væri það nú með öllu óskiljanlegt. Hann benti á að aðstoðamaður Jóhönnu hafi sagt að um opinbera heimsókn væri að ræða. Vígdís beindi fyrirspurn sinni til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. „Komið hefur fram að forsætisráðherra hafi hafnað því að ræða við erlenda blaðamenn að fundi loknu í gær og er haft eftir blaðamönnum að slík framkoma sé einsdæmi og þeir sem hafni viðtali við blaðamenn eftir fundi með forseta framkvæmdastjórnarinnar eru að jafnaði einræðisherrar frá Mið-Asíu. Forsætisráðherra hefur því smánað þjóð sína með þessu hætti, það er að segja sé hún fulltrúi þjóðarinnar þarna úti á þessum fundum," sagði þingmaðurinn. Steingrímur sagði að varla væri boðlegt að svara Vigdísi. Fundur Jóhönnu með Barroso hafi staðið til í langan tíma. Um hefðbundin fund væri að ræða sem tengist málefnum Íslands. „Þó ég hafi oft haft uppi harða gagnrýni eða stór orð hér á þingi þá rekur mig nú ekki minni til þess að ég hafi líkt eða jafnað forsætisráðherrum Íslands við einræðisherra eða borið þá á þá að þeir væru að smána sína þjóð. Það skulu vera orð Vigdísar Hauksdóttur og hún skal eiga þau við sig," sagði Steingrímur. Tengdar fréttir Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vildu vita hvert fundarefnið væri og þá gagnrýndi Vigdís að Jóhanna ætli ekki að ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum með Barroso. Guðlaugur benti á að í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar væri talað um opinbera stjórnsýslu og í því ljósi spurði hann Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, út í þá leynd sem hvílt hafi yfir ferð Jóhönnu til Brussel. „Eins og fram hefur komið þá er heimsókn forsætisráðherra skilgreind sem einkaheimsókn. Hún fer til þess að ræða við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um ýmis brýn mál sem varða samskipti sambandsins og Íslands," sagði Össur. Guðlaugur sagði að ef málið hafi verið óljóst væri það nú með öllu óskiljanlegt. Hann benti á að aðstoðamaður Jóhönnu hafi sagt að um opinbera heimsókn væri að ræða. Vígdís beindi fyrirspurn sinni til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. „Komið hefur fram að forsætisráðherra hafi hafnað því að ræða við erlenda blaðamenn að fundi loknu í gær og er haft eftir blaðamönnum að slík framkoma sé einsdæmi og þeir sem hafni viðtali við blaðamenn eftir fundi með forseta framkvæmdastjórnarinnar eru að jafnaði einræðisherrar frá Mið-Asíu. Forsætisráðherra hefur því smánað þjóð sína með þessu hætti, það er að segja sé hún fulltrúi þjóðarinnar þarna úti á þessum fundum," sagði þingmaðurinn. Steingrímur sagði að varla væri boðlegt að svara Vigdísi. Fundur Jóhönnu með Barroso hafi staðið til í langan tíma. Um hefðbundin fund væri að ræða sem tengist málefnum Íslands. „Þó ég hafi oft haft uppi harða gagnrýni eða stór orð hér á þingi þá rekur mig nú ekki minni til þess að ég hafi líkt eða jafnað forsætisráðherrum Íslands við einræðisherra eða borið þá á þá að þeir væru að smána sína þjóð. Það skulu vera orð Vigdísar Hauksdóttur og hún skal eiga þau við sig," sagði Steingrímur.
Tengdar fréttir Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Jóhanna á fundi með Barroso Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur. 4. febrúar 2010 10:08