Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs 11. janúar 2010 03:30 Þessir strákar láta það ekki trufla sig við sílaveiðarnar að bráð þeirra er stórmerkileg frá líffræðilegum sjónarhóli.fréttablaðið/anton Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira