Breiðablik fær yfir 130 milljónir fyrir Gylfa Þór Sigurðsson Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. ágúst 2010 08:00 Gylfi í leik með Reading. GettyImages Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag skrifa undir fjögurra ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Hoffenheim. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn Reading sem trúa því ekki að félagið skuli hafa samþykkt tilboð í sinn besta mann. Gylfi fór í læknisskoðun í gær og fær allar niðurstöður hennar í dag. Í framhaldinu verður gengið frá stórum samningi þar sem Gylfi fær verulega kauphækkun frá samningi sínum hjá Reading. Hoffenheim var í fimmtu deild í Þýskalandi árið 2000 en komst árið 2008 upp í efstu deild. Milljarðamæringurinn Dietmar Hopp er ein aðalástæða þess. Félagið spilar á rúmlega 30 þúsund manna velli og er sem stendur við topp deildarinnar. Það lenti í ellefta sæti hennar í fyrra eftir frábært gengi fyrir áramót. Gylfi kostar Hoffenheim yfir sex milljónir punda. Það eru yfir 1.100 milljónir íslenskra króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti Íslendingurinn en Barcelona borgaði Chelsea 8,2 milljónir punda fyrir Eið Smára Guðjohnsen árið 2006. Af þessum rúmu sex milljónum punda græðir Breiðablik mikið en hann var hjá félaginu í tvö ár og spilaði aldrei aðalliðsleik fyrir það. Gylfi var aðeins fimmtán ára þegar hann fór út. Félagið gerði samning við Reading um að fá tíu prósent kaupverðsins á Gylfa og því fá Blikar um 120 milljónir íslenskra króna, auk ríflega tíu milljón króna í uppeldisbætur. Auk þess mun FH fá nokkrar milljónir fyrir Gylfa í samstöðubætur sem það deilir með Blikum og Reading. Uppeldisbæturnar sem deilast á milli félaganna eru fimm prósent kaupverðsins. Gylfi kemur beint heim eftir undirritun samningsins og fer á landsliðsæfingu hjá Íslandi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag skrifa undir fjögurra ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Hoffenheim. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn Reading sem trúa því ekki að félagið skuli hafa samþykkt tilboð í sinn besta mann. Gylfi fór í læknisskoðun í gær og fær allar niðurstöður hennar í dag. Í framhaldinu verður gengið frá stórum samningi þar sem Gylfi fær verulega kauphækkun frá samningi sínum hjá Reading. Hoffenheim var í fimmtu deild í Þýskalandi árið 2000 en komst árið 2008 upp í efstu deild. Milljarðamæringurinn Dietmar Hopp er ein aðalástæða þess. Félagið spilar á rúmlega 30 þúsund manna velli og er sem stendur við topp deildarinnar. Það lenti í ellefta sæti hennar í fyrra eftir frábært gengi fyrir áramót. Gylfi kostar Hoffenheim yfir sex milljónir punda. Það eru yfir 1.100 milljónir íslenskra króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti Íslendingurinn en Barcelona borgaði Chelsea 8,2 milljónir punda fyrir Eið Smára Guðjohnsen árið 2006. Af þessum rúmu sex milljónum punda græðir Breiðablik mikið en hann var hjá félaginu í tvö ár og spilaði aldrei aðalliðsleik fyrir það. Gylfi var aðeins fimmtán ára þegar hann fór út. Félagið gerði samning við Reading um að fá tíu prósent kaupverðsins á Gylfa og því fá Blikar um 120 milljónir íslenskra króna, auk ríflega tíu milljón króna í uppeldisbætur. Auk þess mun FH fá nokkrar milljónir fyrir Gylfa í samstöðubætur sem það deilir með Blikum og Reading. Uppeldisbæturnar sem deilast á milli félaganna eru fimm prósent kaupverðsins. Gylfi kemur beint heim eftir undirritun samningsins og fer á landsliðsæfingu hjá Íslandi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira