Enski boltinn

Hodgson slær á orðróminn: Torres hlakkar til að spila hjá Liverpool á tímabilinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Roy Hodgson greindi frá því á opinberri heimasíðu Liverpool í dag að Fernando Torres hafi tekið af allan vafa um framtíð sína í sumar og að hann geti ekki beðið eftur því að spila með Liverpool á næsta tímabili.

Torres er enn í fríi en mætir til leiks hjá Liverpool á mánudaginn.

"Eftir því sem ég best veit hlakkar hann til að koma hingað á mánudaginn," sagði Hodgson.

"Hann sagði okkur að hann hlakkaði til, hlakkaði til að byrja að æfa aftur og að hann hlakkaði til að spila með Liverpool á næsta tímabili."

"Þetta er það sem við vitum og allar fréttir um annað eru einfaldlega rangar," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×