Íslenski boltinn

Jósef: Þeir áttu ekki breik í okkur í seinni hálfleik

Ari Erlingsson skrifar
Mynd/Arnþór
Jósef Kristinn Jósefsson var eins og aðrir Grindvíkingar í stuði í seinni hálfleik og hann var kampakátur í leikslok.

„Ég er mjög ánægður með leikinn," sagði Jósef. „Þetta voru auðvitað algjör kúkamörk sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik, eins og hefur verið í allt sumar. Þessi sofandaháttur heldur bara áfram. Ég var samt aldrei hræddur, mér fannst við alltaf hafa yfirhöndina. Þeir fengu 2 færi í fyrri hálfleik og nýttu þau."

„Í seinni hálfleik fórum við svo loks að nýta færin og við bara kláruðum þá. Þeir áttu ekki breik í okkur hvar sem er á vellinum. Óli er búinn að breyta aðeins taktíkinni og eitthvað hlýtur hann að vera gera rétt fyrst við erum byrjaðir að vinna. Svo er það bara næsti leikur sem er í bikarnum og við ætlum okkur að vinna hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×