Íslenski boltinn

Arnar Sveinn: Yndislegt að vera komnir á toppinn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Arnar í leik gegn KR í sumar.
Arnar í leik gegn KR í sumar. Fréttablaðið/Vilhelm
„Við hefðum getað stolið sigrinum undir lokin en fyrir leikinn hefðum við þegið þessi úrslit," sagði Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

„Við fengum aragrúa af færum en þetta rataði ekki með okkur í dag. Ef maður nýtir ekki færin þá er þér oftast refsað og Stjörnumenn gerðu það í kvöld. Þeir eru sterkir á heimavelli. Við náðum góðu stigi og komum sterkir tilbaka eftir að hafa lent undir. Eftir að við jöfnuðum þá vorum við betra liðið á vellinum."

Arnar Sveinn átti góðan leik í liði Vals í kvöld og átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu. Hann er ánægður með hvernig sumarið er að þróast hjá sér og Valsliðinu.

„Við erum að spila vel og það hjálpar mér við að spila betur. Við eigum fullt erindi í toppbaráttuna og við verðum að halda áfram á þessari braut.

Það er yndislegt að vera komnir á toppinn í deildinni og gríðarlega mikil liðsheild sem einkennir liðið. Það er skemmtilegast að vera í Val," sagði Arnar Sveinn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×