The People segir að Stoke, Blackburn og Aston Villa fylgist spennt með málefnum vængmannsins Jermaine Pennant.
Pennant hefur átt erfiða tíma hjá Real Zaragoza á Spáni og er líklegur til að snúa aftur í enska boltann. Hann ætti ekki að eiga í vandræðum með að finna sér nýja vinnuveitendur.
Fyrr á tímabilinu setti spænska félagið hann í tímabundið bann fyrir að hafa mætt þrisvar sinnum alltof seint á æfingar á tveggja vikna kafla.