Íslenski boltinn

Andri: Ætlum að ljúka tímabilinu með sæmd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það var létt yfir Andra Marteinssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Keflavík í dag. Hans lið lék frábærlega og átti sigurinn skilið.

"Í þessum leik og síðasta hafa menn spilað þá taktík sem lagt var upp með. Sérstaklega varnarlega. Svo eru menn að skila vinnunni í 90 plús mínútur. Það gefur okkur ró og þýðir að við erum alltaf hættulegir fram á við," sagði Andri en Haukar hafa haldið hreinu í báðum sigurleikjum sínum.

"Það er ekkert útilokað að við björgum okkur en það verður mjög erfitt. Við erum búnir að spila leik meira en hin liðin og erum enn nokkuð frá þeim. Við ætlum að halda áfram að spila okkar leik.

"Við ákváðum fyrir Blikaleikinn að ljúka mótinu með sæmd. Við viljumv vera stoltir er við lítum um öxl í lok tímabils. Það verður svo að koma í ljós hverju það skilar okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×