Enski boltinn

Tottenham fær ekki Parker eftir að hafa stolið Eiði Smára

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
"Þeir stálu Guðjohnsen frá okkur og Parker er ekki til sölu," segir annar eigandi West Ham um sjö milljón punda tilboð Tottenham í fyrirliða Hamranna.

Tilboðinu var neitað en David Sullivan sagði í gær og ítrekar í dag að Parker er ekki til sölu.

Hann er ósáttur við Tottenham og sakar félagið um að stela Eiði Smára Guðjohnsen sem bæði félögin vildu fá að láni á síðasta ári.

Eiður fór til Tottenham en spurningin er hvort hann fari þangað aftur ef félagið vill kaupa Scott Parker og halda svo Robbie Keane.

Parker er ósáttur með að fá ekki að ræða við Tottenham en honum hefur verið boðinn nýr samningur á Upton Park.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×