Enski boltinn

Drogba verður ekki seldur en Ancelotti má kaupa

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. AFP

Forráðamenn Chelsea hafa staðfest að Carlo Ancelotti geti eytt meiri peningum í leikmenn ef hann óskar þess. Þeir segja einnig að Didier Drogba sé ekki til sölu.

Yossi Benayoun er eini leikmaðurinn sem Chelsea hefur keypt í sumar en Joe Cole, Michael Ballack og Deco hafa yfirgefið félagið.

Líklegt er að Ramires komi frá Benfica fyrir um 20 milljónir punda.

Þrátt fyrir áhuga frá Manchester City verður Drogba svo ekki seldur, að sögn

Ron Gourlay, framkvæmdastjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×