Íslenski boltinn

Atli fer ekki til Tromsö

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

FH-ingurinn Atli Guðnason er á heimleið og mun ekki fá samningstilboð frá norska félaginu Tromsö.

Atli er einn af fimm leikmönnum sem hafa verið til reynslu hjá félaginu og aðeins tveir af þessum leikmönnum eru enn hjá Tromsö og fá frekara tækifæri til þess að sýna sig og sanna.

FH og Tromsö höfðu komist að samkomulagi um kaupverð á Atla en leikmaðurinn náði ekki að heilla forráðamenn félagsins nægjanlega til þess að fá samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×