Innlent

Bæjarfulltrúi í Kópavogi vill stýra FG

Hafsteinn Karlsson.
Hafsteinn Karlsson.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, er meðal umsækjenda um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Samhliða skólastjórastarfinu hefur Hafsteinn undanfarin ár átt sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Samfylkinguna. Hann skipar annað sæti á lista flokksins í komandi kosningum.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust tíu umsóknir um skólameistarastöðuna í FG, frá tveim konum og 8 körlum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi að fenginni umsögn skólanefndar.

Umsækjendur eru:

Alda Baldursdóttir, sviðsstjóri,

Aðalheiður Dröfn Eggertsdóttir, framhaldsskólakennari,

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar,

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi,

Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari,

Kristinn Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Garðabæjar,

Kristján Bjarni Halldórsson, framhaldsskólakennari,

Magnús Ingólfsson, framhaldsskólakennari,

Magnús Ingvason, kennslustjóri,

Þór Steinsson Steinarsson, framhaldsskólakennari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×